Heim

Einstaklingstímar

Persónulegir tímar þar sem allt er látið flakka.

Sjá nánar

Fyrirtækjaþjálfun

Hópavinna og lausnarmiðuð verkefni.

Sjá nánar

Fyrirlestrar og námskeið

Kraftmikill og markviss orðflaumur

Sjá nánar

Markþjálfun í skólum.

Sjá nánar

Hvað er markþjálfun?

Orðið markþjálfun skýrir sig nánast sjálft - þjálfun að settu marki.

Markþjálfun er aðferðafræði til að bæta líf og hámarka gæði þess, með skýr markmið að leiðarljósi. Markþjálfi aðstoðar þá sem sækjast eftir því að ná betri tökum á hinum ýmsu sviðum lífs síns.
Hann leitast við að draga fram það besta í hverjum og einum, leitar uppi styrkleika viðkomandi og virkjar ábyrgð hans og skerpir sýn á möguleika til nauðsynlegra breytinga til að ná settu marki, alltaf.

Mundu að mátturinn til breytinga á lífi þínu býr fyrst og fremst innra með þér.
Ef þú finnur fyrir þörf til breytinga, vilt staldra við og skoða sjálfan þig og líf þitt í uppbyggilegu ljósi,
þarftu að læra að sleppa tökunum, leyfa hjartanu að ráða för og lífinu sjálfu að flæða.

Umsagnir

„Fyrirlestur Ingólfs hitti beint í mark. Hann ræddi við starfsmenn um sjálfstal, sjálfsábyrgð og sjálfsmynd. Ég tengdi við ótrúlega margt af því sem hann kom inn á í fyrirlestrinum og hann gaf mér verkfæri til að byrja að vinna í mínum málum. Ég hafði aldrei lagt mikla hugsun í það hver mín lífsgildi væru, bara reynt að gera það sem ég hef talið rétt hverju sinni. En með því hugarfari sveiflast maður með straumnum og endar margan daginn á því að vera ósáttur við stöðu mála. Lífsgildi mín og mínir styrkleikar eru eitthvað sem ég þarf að festa niður og minna mig á daglega og þakka ég Ingólfi fyrir að beina mér á þá braut.“ - Margrét Gígja Þórðardóttir, kennslustjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

 

"Vinkona mín benti mér á Ingó. Ég var tínd og vissi ekkert hvað snéri upp né niður í mínu lífi og var mjög ráðvilt. Ég kom inn til Ingó og hann byrjaði að tala við mig, það var eins og hafi bara þekkt hann allt mitt líf, hann gat lesið mig eins og opna bók eftir örfá skipti. Ingó “hjálparinn minn” eins og ég kalla hann alltaf,hjálpaði mér að stækka sjóndeildar hringinn og benda mér á að það er ekkert mál að fara út fyrir boxið sitt (þæginda rammann) ég náði að taka til í kringum mig sem var nauðsýnlegt, setja mig aðeins ofar en í 30 sætið er komin í top 3 og láta drauma mína rætast. Ég mæli eindregið með Ingó hann er einfaldlega frábær “hjálpari” "

- Gunna Ósk Hermansen 
Office manager HL adventure


"Ingólf hef ég þekkt í tuttug ár og af góðu einu. Hann veigrar sér ekki að takast á við ný og krefjandi verkefni þegar tækifærin gefast. Ingólfur hefur alltaf fylgt öllum sínum verkefnum eftir af eldmóð og nattni og skilað af sér vönduðum og góðum vinnubrögðum. Það er gott að vera í kringum Ingólf þar sem hann er húmorist mikill, góður vinur vina sinna, listrænn, skipulagður og á auðvelt með að hrífa aðra í kringum sig með lífsgleði, hugmyndaauðgi og kærleika."
- Erlendur Eiríksson