Markþjálfun

Orðið markþjálfun skýrir sig nánast sjálft – þjálfun að settu marki.

Markþjálfun er aðferðafræði til að bæta líf og hámarka gæði þess, með skýr markmið að leiðarljósi. Markþjálfi aðstoðar þá sem sækjast eftir því að ná betri tökum á hinum ýmsu sviðum lífs síns.
Hann leitast við að draga fram það besta í hverjum og einum, leitar uppi styrkleika viðkomandi og virkjar ábyrgð hans og skerpir sýn á möguleika til nauðsynlegra breytinga til að ná settu marki, alltaf.

 

Hjá Rögg Markþjálfun  snýst verkefnið um þig og það sem að þú vilt bæta eða breyta í þínu lífi. Í sameiningu förum við í að setja þín markmið á þeim sviðum sem þurfa þykir, s.s. jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu, fjármál, samskipti, vinnu,félagslíf, ogsfv. Vinnum með að  finna styrkleika þína og gildi. Við setjum upp tímaramma hvenær þú vilt vera búinn að ná þínum markmiðum.
Svo er eitt gjald  greitt og unnið þangað til að markmiðum þínum er náð óháð tímafjölda eða skipta. Einfalt og gott.

 

Rögg markþjálfun setur sér skýrt árangursmarkmið:
Ef þátttakandi telur sig engum árangri hafa náð með markþjálfun okkar, endurgreiðum við að fullu.