Erlendur Eiríksson, leikari

Ingólf hef ég þekkt í tuttug ár og af góðu einu. Hann veigrar sér ekki að takast á við ný og krefjandi verkefni þegar tækifærin gefast. Ingólfur hefur alltaf fylgt öllum sínum verkefnum eftir af eldmóð og nattni og skilað af sér vönduðum og góðum vinnubrögðum. Það er gott að vera í kringum Ingólf þar sem hann er húmorist mikill, góður vinur vina sinna, listrænn, skipulagður og á auðvelt með að hrífa aðra í kringum sig með lífsgleði, hugmyndaauðgi og kærleika.