Ert þetta þú?

Hér fyrir neðan er upptalning á því sem oftast er unnið með í markþjálfun. Renndu yfir hann og svaraðu þér jafnóðum í huganum. Ef það hreyfir eitthvað við þér og þú vildir svo gjarnan breyta, hafðu þá samband við mig og í sameiningu skulum við fara yfir hvort þetta sé eitthvað sem þú myndir vilja fá aðstoð með að vinna með – eða bara hafa einhvern hlutlausan aðila til að ræða við á þessari stund í lífi þínu.
• Þegar þú hugsar um ást, hvað kemur upp í huganum?
• Ertu sátt(ur) við  lífið í dag?
• Efast þú um þína eigin hæfileika?
• Hvaða venjur koma í veg fyrir breytingar?
• Hvaða skyldur eða ábyrgð kemur í veg fyrir aðgerðir?
• Hver ber ábyrgð á þér?
• Hvaða raunverulegu ábyrgð berð þú?
• Hvaða afsakanir notar þú til fresta hlutum?
• Ef þú gætir breytt einhverju einu í hegðun þinni, hvað væri það?
• Ertu fastur/föst í sama farinu?
• Hver eru  markmið þín?
• Hver eru gildin þín?
• Er til styttri leið að árangri?
• Hvað er árangur í þínum huga?
• Ef þú skoðar frá árinu 2010 til dagsins í dag ertu sátt/ur, með stöðuna.
•  Hverjir eru með í framtíðinni?
• Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
• Hvað fær þig til að brosa?
• Af hverju ertu að fara þangað?
• Hvernig eru vinir þínir? Eru þeir að vinna að sínum draumum?
• Eru vinir og maki hvetjandi?
• Eruð þið með sameiginleg markmið?
• Ef þú fórnar einhverju í dag, hvar yrðir þú staddur/stödd á morgun?
• Hverju þarft þú sleppa til að ná markmiðunum þínum?
• Gerir þú verkefnalista?
• Hefur þú tíma fyrir áhugamálin, vini og skemmtanir?
• Tekur þú frumkvæði að því að hittast, breyta eða gera eitthvað?
• Bíður þú þar til einhver annar tekur ómakið af þér?
• Hlustar þú án þess að svara? Með betri sögu kannski?
• Þarft þú að hafa rétt fyrir þér í rökræðum?
• Hver væri næsta spurning?