Ólafur Kr. Valdimarsson, Framkvæmdastjóri, Lífeyrissjóður bankamanna

Ef þú vilt markþjálfa sem er óhræddur við að fara beint að kjarnanum og beina þér strax í rétt átt, þá er Ingólfur maðurinn til verksins.  Ég hitti hann fjórum sinnum og skynjaði vel sterkan vilja í bland við hlýhug sem eru nauðsynlegir eðlisþættir í góðu markþjálfunarsamtali.  Uppgötvanirnar sem við gerðum saman voru sumar hverjar óþægilegar, því þær kölluðu á breytingar, en einmitt þess vegna er Ingólfur markþjálfi fyrir þá sem eru tilbúnir til að sleppa ótta og stíga skrefin þangað sem hjartað kallar.