Einstaklingstímar

Ertu með hausinn fullan af hugmyndum, áhyggjum eða ofgnótt upplýsinga sem erfitt er að henda reiður á? Bíður fjöldi verkefna eftir þinni úrlausn? Seturðu þér ógrynni markmiða, en nærð yfirleitt litlum árangri? Væri nú ekki gott að fá aðstoð við að draga upp skýra heildarmynd af hvað sé eiginlega í gangi og um leið finna gildin þín og gera aðgerðaáætlun? Kominn tími til að taka rækilega til á háaloftinu? Eða eins og ég kýs að kalla það að skreppa í létta heilaþvott. Ef þér finnst það óþægilegt orð, gætum við líka alveg kallað það heilagreiðslu 🙂

Það alveg sama hvort þú ert í atvinnuleit eða atvinnurekandi með allt á hvolfi, einstæður og engum háður, húsmóðir eða barnmargur faðir, starfsmaður á risastóru plani, námsmaður, framkvæmdastjóri, lögfræðingur, forstjóri, markþjálfi, einyrki eða leikari. Við höfum öll gott af því geta talað og deilt hugsunum okkar með einhverjum sem hlustar af fullri athygli á það sem við segjum. Einhvern sem dæmir okkur ekki af því sem við látum út úr munni okkar fara. Einhvern sem er ekki tengdur þér nokkrum böndum og spyr spurninga sem get leitt þig á þína réttu braut. Það er hvorki flókin né hástemmd aðferð sem við notast við. Miða heldur ekki við nein þekkt líkön, flokkun eða greiningar. Aðeins samtal og hlustun … samtal og hlustun. En við setjum skilyrði. Við viljum að þú sért fullkomlega heiðarleg(ur) og tilbúi(n) að til að leggja á þig mannbætandi vinnu, viljir skoða alla möguleika með opnum huga og búir yfir löngun til að brjótast úr viðjum vanans og óttans. Og síðast en ekki sís að þú sért tilbúin(n) til að takast á við sjálfan þig.

Skráðu þig hér á síðunni og finnum heppilegan tíma fyrir gott spjall.

 

 

Rögg markþjálfun setur sér skýrt árangursmarkmið:
Ef þátttakandi telur sig engum árangri hafa náð með markþjálfun okkar, endurgreiðum við að fullu,