Rögg markþjálfun í samstarfi við Markþjálfahjartað tekur að sér að setja upp námskeið bæði fyrir stelpur og stráka, þar sem lögð er megin áhersla á sjálfsmynd, styrkleikar og lífsgildi sem er gott veganesti út í lífið, þegar við vitum hvar við erum sterk og hvar okkar lífsgildi eru.
Það hjálpar okkur að velja og hafna og gera það sem okkur langar.
Námskeiðin eru byggð á hópmarkþjálfun og fyrirlestrum, allir fá verkefnabók sem heldur utan um allt sem fram fer í tímunum hjá okkur. Allir læra að setja sér markmið, stór og smá, skammtíma og langtíma.
Fjöldi á hverju námskeiði 12 .manns
Aldur: 13-16 ára (7-10 bekk)
Lengd; 4-8 skipti. Hist einu sinni í viku.
Það er okkar hjartans mál að koma því í verk að veita ungmennum tækifæri til að setja fram sína framtíðasýn og auka þannig færni þeirra til að takast á við vandamál í framtíðinni, að horfa á mál frá fleiri hliðum og út frá lausnum.