Þetta er hluti af hópnum sem stendur að markþjálfun í skólum.
Tilraunaverkefni Markþjálfun í grunnskólum á Suðurnesjum
Ingólfur Þór Tómasson er búsettur í Reykjanesbæ ásamt börnum sínum fimm og eiginkonu. Hefur verið í sjálfstæðum rekstri síðan 1999. hin síðari ár hefur fókus hans snúist alfarið að markþjálfun, aðstoða fólk að sjá heiminn í sínu eigin ljósi. Í dag starfar Ingólfur Þór sem markþjálfi / Coach. Hann hefur hlotið alþjóðlega vottun sem ACC – coach frá International Coach Federation. Lauk námi í markþjálfun hjá Evolvia 2011-2012, og bætti síðan við sig Evolvia Advanced Coach Training árið 2014.
Á haustmánuðum 2015 fór Ingólfur Þór til Hollywood að taka þátt í heimildarmynd sem fjallar um markþjálfun. Hann var einn af 25 markþjálfum. Hér má sjá brot úr myndinni, LEAP . og verður hún verður sýnd árið 2017.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir. Ég er fædd árið 1973 og hef alist upp í Reykjavík þar sem ég bý í dag. Öll mín barnæsku sumur eyddi ég sveitinni minni í Laxárdal Dalasýslu með foreldrum mínum sem ráku þar Veiðihúsið Laxá í Dölum í 25 ár. Svo það má segja það að ég sé hálfgerð sveitastelpa, þarna fann ég líka eiginmann minn árið 1994 í næsta dal, Miðdölum. Við bjuggum í 6 ár í Osló þar sem einkasonurinn er fæddur árið 2003. Markþjálfanámið tók ég hjá Evolvia ehf, kláraði það vorið 2015. Fór svo í maí í ACC vottun hjá ICF (Internationa Coach Fderation) sem eru stærstu alþjóða regnhlífasamtök markþjálfa. Ég er með diploma frá Endurmenntun Háskóla Íslands í Mannauðsstjórnun og hef einnig menntun í ferðamarkaðsfræði og ferðafræði. Og er stofnandi markþjálfahóps sem kallar sig Markþjálfahjartað og eru markmið þessa hóps að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi.
Ég heiti Sara Rós Kristinsdóttir og er 27 ára. Ég kláraði markþjálfa nám hjá Evolvia árið 2014. Ég hef mikinn áhuga að vinna með fólki og hjálpa öðrum. Ég hef reynslu að því að vinna í félagsþjónustu, þar starfaði ég með öldruðum, öryrkjum og fólki sem var að glíma við geðræn vandamál. Einnig er ég verkefnastjóri í samfélagsverkefni sem heitir Gleðiverkefnið en það er í tengslum við félagssamtök sem heita JCI. Helstu áhugamálin mín eru að gera heiminn betri, ferðalög, útivist, heilbrigður lífsstíll, skrifa og vera með börnunum mínum 2 og manninum mínum.
Katrín Júlía Júlíusdóttir
Ég er fædd og uppalin í Keflavík og hef búið í Sandgerði sl. 16 ár. Menntun mín er, aukmarkþjálfunar, á sviði fötlunarfræða og kennslufræða, ég starfaði í 6 ár sem kennari og sl. 4 ár sem forstöðumaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn. Ég er með stofu í Sandgerði þar sem ég get tekið á móti einstaklingum en get einnig komið tilmarksækjenda auk þess sem ég hef góða reynslu af markþjálfun í gegnum Skype.Ég hef mikla reynslu af kennslu og af því að finna bestu leiðirnar fyrir hvern og einn til að ná sínum markmiðum. Ég legg áherslu á að hjálpa mínu samferðafólki að finna og vera besta útgáfan af sjálfu sér. Mér líður vel fyrir framan hópa af fólki og hef gaman að kennslu á öllum sviðum. Ég hef mikinn áhuga á öllu mannlegu og hef mikla trú á mannlegri getu.
Kristín Hákonardóttir fæddist í Reykjavík árið 1968, er gift Davið Arngrímssyni og á eina dóttur úr fyrra sambandi, Þórunni Heklu sem er 19 ára. Davíð á tvö börn, Arnar Má 21 árs og Birnu Björg 17 ára og búa þau öll fimm saman í Grafarvogi í Reykjavík. Kristín útskrifaðist með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007. Hún hefur starfað við ýmis skrifstofustörf í gegnum tíðina en fyrir um það bil ári síðan ákvað hún að söðla um, segja skilið við skrifstofustólinn og leita á vit drauma sinna. Leitin skilaði henni í nám í markþjálfun hjá Evolvia ehf. en þaðan lauk hún grunnnámi í maí 2015 og stefnir á að bæta við sig framhaldsprófi frá sama skóla haustið 2015. Kristín hefur mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og trúir á mikilvægi þess að uppgötva drauma sína snemma til að fá sem mest út úr lífinu.
Margrét Birna Garðarsdóttir