Ingólfur Þór Tómasson er fæddur árið 1972 og naut þess að alast upp í Mosfellsdalnum. Hann er giftur Ernu Rán Arndísardóttur og eiga þau fimm börn og eru búsett í Reykjanesbæ. Börnin heita Tómas Nökkvi, Kristján Fannar, Erik Þór, Nadía Rán og Helena Svandís. Labradorinn Trixa á og blendingurinn Aþena eiga sér samastað hjá stórfjölskyldunni.
Starfsferill Ingólfs Þórs er einkar fjölbreyttur. Hann hefur yfirleitt brennandi áhuga á því sem hann fæst við þá stundina. Hefur starfað sem þjónn á fjölda skemmtistaða, bæði innanlands og utan, þjónað til borðs í konunglegum veislum og staðið vaktina við potta og pönnur og þrifið diska og annað er snýr að veitingarekstri, allt frá árinu 1988. Að vinna með höndunum finnst honum afar gefandi. Iðnaðarvinna hverskonar; uppsláttur, steypuvinna, viðhald og
endurbygging gamalla húsa, nýbyggingar og uppsetningar á innréttingum. Ingólfur Þór hefur einnig lagt og pússað gólffjalir, málað heilu íbúðirnar, lagt pípulagnir, unnið við járnabindingar og skipt um glugga. Svo hefur hann líka dundað sér við að þrífa bíla og átt bónstöð, þrífa stigaganga, djúphreinsa húsgögn og mottur. Auk þess unnið við leiðsögn innlendra sem erlendra ferðamanna, unnið með leikhúsfólki við uppsetningar sýninga, samið kabarett, unnið við myndbandagerð og þjálfað hunda svo fátt eitt sé nefnt.
En fyrst og fremst eiga eiginkonan og börnin þeirra fimm hug hans og hjarta. Áhugamálin eru útivera, veiðimennska, matur og vín, listmálun og síðast en ekki síst markþjálfun sem nú er orðin að töluvert meiru en eingöngu áhugamál. Í dag starfar Ingólfur Þór sem markþjálfi / Coach. Hann hefur hlotið alþjóðlega vottun sem ACC – coach frá International Coach Federation. Lauk námi í markþjálfun hjá Evolvia 2011-2012, og bætti síðan við sig Evolvia Advanced Coach Training árið 2014. Ingólfur Þór hefur m.a. sótt fyrirlestra og námskeið hjá Antony Robbins, Jack Canfield, Brendan Burhcard og The Whale Hunters Business Development með Barbara Smith ofl. Haustið 2015 tók hann þátt í heimildarmynd sem fjallar um markjálfun á heimsvísu, hann var einn af 25 öðrum markþjálfum sem tóku þátt.
Myndin ber heitið LEAP (coachingmovie) sem verður sýnd í byrjun árs 2017. Smellið hér fyrir LEAP
Ingólfur hefur einnig boðið föngum upp á markþjálfun ásamt öðrum markþjálfa síðan 2015 endurgjaldslaust, ásamt því að halda námskeið.
Í starfi sínu sem markþjálfi leggur Ingólfur Þór áherslu á einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann leitast við að draga fram markmið viðkomandi, auk þess að virkja leitina að styrkleikum og þekkingargrunni hvers og eins. Að lifa lífinu til fulls og leika sér, kemur beint frá hjartanu. Aðalatriðið er að taka ábyrgð á sjálfum sér og þannig njóta sem flestra stunda í leik og starfi með öllum sínum nánustu; vinum, starfsfélögum, skyldmennum og fjölskyldu.Ingólfur Þór hefur komið að rekstri fyrirtækja í meira en áratug á Íslandi, Danmörku og í Noregi. Talar reiprennandi dönsku, norsku og ensku og hefur víðtæka þekkingu á rekstri fyrirtækja og þekkir þar hvern krók og kima. Undanfarin ár hefur hann verið nátengdur ferðaþjónusturekstri á Íslandi, í Noregi og víðar og býr þannig yfir mikilli þekkingu á ferðaþjónustu almennt og eins hvernig eigi að byggja þjónustu upp frá grunni.